Íslenski fáninn Enski fáninn

Sími 898 8300
skidaskalinnhveradolum@gmail.com

Undirsíðubanner

Skíðaskálinn er tilvalinn valkostur fyrir árshátíðir og aðra viðburði hjá fyrirtækjahópum. Það má með sanni segja að nálægðin við Reykjavík geri þetta að skemmtilegum valkosti á meðan fjarlægðin frá Reykjavík gerri þetta að spennandi áfangastað. Það er fátt sem þéttir hópinn jafn vel saman eins og stutt rútuferð út fyrir bæinn og við getum haft milligöngu með að útvega rútuna.

Skíðaskálinn getur tekið á móti 50-350 manna hópum í mat, drykk og ball. Skálinn er á þremur hæðum með bar á neðstu hæðinni, tvo veislusali og bar á miðhæðinni og veislusal á efstu hæðinni. Fallega skreyttur skálinn í klassískum norrænum stíl er heillandi umhverfi fyrir árshátíðina þína.

Skálinn á og skaffar flest allan aukabúnað sem þarf til að gera veisluna góða og fylgir sá búnaður með endurgjaldslaust:

  • Þráðlaus hljóðnemi
  • Þráðlaus nettenging
  • Fullkominn skjávarpi og sýningartjald

Við getum haft milligöngu með að útvega lifandi tónlist, skemmtiatriði, diskótek, rútuferðir og skreytingar. Ef þú hefur óskir um eitthvað annað er þér velkomið að hafa samband og við tökum vel á móti öllum hugmyndum til að veislan þín hepnist sem best.

 

Veislur og veitingar skíðaskálans takki

Veislusalir