Fundir og ráðstefnur

Við bjóðum fyrirtækjum að vera með Skíðaskálann útaf fyrir sig, hálfan eða allan daginn og hafa afnot af 4 sölum skálans. Mörg fyrirtæki hafa notað þessa aðstöðu og verið með margvíslega hópeflis-, gæðastjórnunar- og vinnufundi.

Skíðaskálinn býður uppá eftirfarandi búnað í fundar og ráðstefnuhaldi

  • Hljóðnemi
  • Þráðlaus nettenging
  • Fullkominn skjávarpi með sýningartjaldi
  • Ofantalinn búnaður er innifalinn í leiguverði.

Sé þess óskað getum við útvegað og leigt önnur tæki sem til þarf.