Um Skíðaskálann
Skíðaskálinn í Hveradölum tekur 300 manns í sæti í fjórum misstórum sölum. Skálinn er frábær staður til að halda veislur, fundi og allskyns mannfagnaði. Í Skíðaskálanum er rekin alhliða veisluþjónusta með fjölbreytta matseðla og frábæra aðstöðu fyrir smærri og stærri hópa. Við höfum áratuga reynslu í veisluþjónustu og matreiðslu. En nýjir rekstraraðilar hafa tekið við keflinu og ætla sér stóra hluti á svæðinu.
Skíðaskálinn í Hveradölum er frábær staður til að njóta félagskapar í fallegu umhverfi. Umhverfi Skíðaskálans býður einnig uppá fjölbreytta möguleika með skemmtilegar gönguleiðir, hverasvæði og Hellisheiðarvirkjun á næstu grösum. Skíðaskálinn er staðsettur í sannkallaðri náttúruparadís í faðmi fjalla.