Jólahlaðborð 2024
Nú er tíminn til að fara að huga að jólahlaðborði fyrir þinn hóp! Hvort sem um er að ræða starfsmannafélög, félagasamtök, vinahópa eða fjölskyldur.
Við hjá Skíðaskálanum í Hveradölum erum nú í fullum undirbúningi fyrir jólin.
Skíðaskálinn er fullkominn staður fyrir hópa til að hittast og gera sér glaðan dag fyrir jólin. Njóta glæsilegra veitinga í einstaklega jólalegu andrúmslofti.
Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald hefst klukkan 19:30.
Benni Sig og Einar Örn verða með lifandi tónlist og sjá um að allir fái jólaandann eins og þeim einum er lagið.
Dagsetningar sem um ræðir eru eftirfarandi:
- 15. Nóvember
- 16. Nóvember
- 21. Nóvember
- 22. Nóvember
- 23. Nóvember
- 28. Nóvember
- 29. Nóvember
- 1. Desember
- 5. Desember
- 6. Desember
- 7. Desember
- 8. Desember
- 12. Desember
- 13. Desember
- 14. Desember
Sjáumst í Hveradölum!
Bókanir og nánari upplýsingar á netfangið [email protected]
Við bjóðum uppá rútuferðir fyrir þá sem það vilja á 4000kr á manninn og þarf að panta tímanlega á [email protected].
Áætlað er að rútur keyri gesti heim milli klukkan 22:30 & 23:00
Októberfest
Dagsetning: 20, september 2024
Fjölskylduhlaðborð
Dagsetning: 1, desember 2024